Thursday, November 13, 2008
Tvíbakaðar kartöflur með sveppum og beikoni
Maðurinn minn var nú ekki á því að þetta væri aðalréttur, hann tönnlaðist á því að þetta væri bara meðlæti en þegar hann hafði smakkað fyrsta bitann skipti hann snarlega um skoðun. Maður verður pakksaddur og sæll eftir þennan frábæra kreppurétt.
Tvíbakaðar kartöflur með sveppum og beikoni
f/3
1- 1,5 kartafla á mann
7 beikonsneiðar, skorið í bita og stökksteikt
200 gr sveppir, sneiddir
20-30 gr smjör
rifinn ostur
örlítið salt eftir smekk(beikonið er salt þannig að aðgát skal höfð)
smá skvetta af mjólk, ég notaði léttmjólk og það var í góðu lagi ef þið viljið er hægt að nota rjóma eða nýmjólk
ef þið viljið er líka mjög gott að setja smá gráðost í eina til að gefa sem helmin til einhverra sem vilja auka skammt. Það getur verið of mikið af því góða ef maður setur í heila kartöflu.
Aðferð:
1. Saltið kartöflurnar að utan og bakið í 220°C heitum ofni í klukkutíma jafnvel 1,5 tíma fer eftir stærð kartaflanna.
2. Á meðan er beikonið og sveppirnir steiktir í smá smjöri þar til þeir eru fallega brúnir og beikonið stökkt.
3. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er saltið slegið af og lok skorið af efst á kartöflunni og kjötið tekið innan úr og sett í skál, þar er smjöri og sveppabeikonblöndunni blandað saman við og saltað og piprað eftir smekk.
4. Þegar blandan smakkast vel er hún sett aftur í kartöfluskeljarnar og rifinn ostur settur ofan á og sett undir grillið í nokkrar mínútur þar til hann rétt brúnast að ofan.
Berið fram
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment