Monday, November 17, 2008
Enn betri pizza
Ég mundi eftir því í gær þegar ítölsk vinkona mín(sem er einmitt frá Napólí) sagði mér frá því að þegar unnusti hennar ákveður að búa til pizzur er röð af vinum og vandamönnum út fyrir dyr og allir að gæða sér á unaðslegum pizzum hans. Það var því ekki um annað að ræða en að fá uppskriftina hjá stúlkunni. Ég bjóst reyndar við því að þetta væri leynileg uppskrift en viti menn hún sendi mér hana um hæl. Ég er reyndar ekki með eldofn en það kom ekki að sök því þær voru hreint ótrúlegar. Ég setti víst á matseðilinn að ég ætlaði að vera með kjúkling en þar sem ég var að vinna allan laugardaginn og steingleymdi að taka úr frystinum þá var bara að nýta það sem var til og úr varð pizza handa liðinu. Ég geri alltaf alveg fullt af pizzum til að eiga í nesti daginn eftir.
Ég verð hins vegar að hryggja lesendur því að hún bað mig um að halda uppskriftinni eins leynilegri og ég gæti, en þetta verður kannski eins og Jojo's secret cheese cake recipe sem hefur lumast inn á nokkur heimili. Ég gæti hins vegar tekið við ýmsum mútum......hugmyndafrjóir gætu eignast þessa frábæru uppskrift...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment