Friday, November 21, 2008

Sítrónukjúklingur, aðeins öðruvísi þó

Eins og ég hef áður sagt og líklegast allir vinir mínir vita þá er gömul uppskrift í gangi í fjölskyldunni og nú líklegast í fleiri fjölskyldum sem ég kalla ,,gamla kjúklinginn" en er í rauninni sítrónukjúklingur og ég er næstum viss um að ég hafi sett inn uppskriftina að honum hér á síðuna. Sú uppskrift er með þeim betri sem ég hef smakkað en það er smá bruðl í henni, öll þessi ólífuolía sem í dag er orðin rándýr. Ég reyndi því í gærkvöldi að breyta aðeins og blanda saman uppskriftum og útkoman var mjög góð en ég býst þó við að þróa hana aðeins betur, það er nefnilega oft sem maður er að þróa uppskriftir í heillangan tíma, sérstaklega þær sem virka aftur og aftur og aftur eins og ,,gamli kjúllinn". Mamma er ennþá að þróa hann.
Hér kemur fyrsta uppskriftin að þessum sítrónukjúkling en eins og ég segi þá má alveg búast við samskonar kjúkling á næstu vikum, þó ekki alveg eins.

Sítrónukjúklingur volume 1.
f/4-6

1 kjúklingur(mega vera tveir með sömu uppskrift)
1/2 hvítlaukshaus, kraminn+
1 msk salt
1 msk rósmarín
2 sítrónur, börkurinn rifinn með rifjárni(passa að ekki mikið af því hvíta fari með) og safinn
jafn mikið af kjúklingasoði(vatn og kjúklingakraftur)
steinselja

Aðferð:
1. Sítrónusafi og börkur, salt, rósmarín, hvítlaukur og soð öllu hrært saman í skál.
2. Kjúklingurinn settur í ofnfastan pott og hellið vökvanum yfir og klippið steinseljuna yfir og setjið í ofn við 200°C í klukkutíma. Berið fram með jasmin/basmati hrísgrjónum og salati.

No comments: