Tuesday, February 8, 2011

NÝTT!! Námskeið í matreiðslu grænmetis og hollra rétta

Hollur matur á hagkvæman hátt
Á námskeiðinu fer Sigurrós vel yfir undirstöðuatriðin í matreiðslu grænmetis, grænmetisrétta, hollra rétta og einnig hvernig hægt er að breyta óhollustu í hollustu. Leiðbeint verður um hvernig hægt er að búa til hollan mat á hagkvæman hátt og hvernig gera má sér glaðan dag með lúxushráefni.

Sigurrós er matreiðslumaður að mennt og hefur unnið á fínum grænmetis- og fiskveitingastöðum bæði hér og erlendis og hefur viðað að sér mikilli þekkingu á hollum mat og heilbrigðum lífsstíl. Hún mun ljóstra upp „kokkaleyndarmálum“ og gefa ýmis góð ráð.

Þetta er námskeið sem hentar öllum, bæði fólki sem kann að elda og þeim sem hafa aldrei komið nálægt eldamennsku.

Kennari: Sigurrós Pálsdóttir - Matreiðslumeistari
Tími: Miðvikudaginn 02.mars kl. 18:00 - 20:00
Staður: Fræðslusalur Maður Lifandi Borgartúni 24
Skráning á netfangið: madurlifandi@madurlifandi.is
eða í síma 585 8701
Verð: 4.900 kr.