Sunday, November 30, 2008

Baguette samlokur með skinku, osti og rauðlaukssultu

Það hefur nú ansi mikið gengið á þessa vikuna. Ég ákvað að kaupa loksins fisk þar sem ég var með þetta gómsæta eplamauk og fékk æðislega rauðsprettu á spottprís aðeins 899 kg í Nóatúni en þegar heim var komið var eiginmaðurinn kominn með gubbupestina eins og allir aðrir fjölskyldumeðlimir, þannig að þá var bara hringt í foreldrana og fisknum og eplamaukinu hent í þá. Þau elduðu þetta og slefuðu yfir. Ég verð bara að gera þetta aftur seinna en í staðinn þá gerði ég samlokur handa mér og Heklu sem voru bara ansi góðar. Það var nú svo sem engin snilld sem var í gangi þarna bara redding fyrir kvöldið.
Í þetta fór
2 baguette brauð, (þessi frosnu úr Bónus)
majónes
dijon sinnep
rauðlaukssulta
ostur
skinka

Brauðin hituð og svo smurð með majónesi og sinnepi, þá er skinka og ostur sett á og sett undir grillið í nokkrar mínútur þar til osturinn bráðnar.

Alveg hreint bráðgóðar samlokur

No comments: