Tuesday, November 4, 2008

Matseðill vikunnar 4.nóv.-8.nóv.

Þessi vika var stór í innkaupum, heilar 6000 krónur en það var vegna þess að allur kreppuforðinn úr frystinum var búinn og var þörf á áfyllingu. Þá var farið yfir tilboðin og þau virtust best hjá Bónus þessa vikuna. Ég ætla að reyna aftur við plokkarann á morgun og búin að taka fiskinn úr frystinum og kaupa pínulítinn bita af saltfisk, merkilegt samt hversu dýr hann er. En það verður af nógu að taka þessa vikuna, ég lofaði súpu í grein Morgunblaðsins og mun ég standa við það, ég ætlaði að hafa það blómkálssúpu en svo þegar á hólminn var komið kom í ljós að sellerírótin var helmingi ódýrari og hún er algjört sælgæti. Við keyptum um daginn sósu í pakka, ég veit ég veit að matreiðslumaður skuli dirfast að setja svoleiðis á síðuna sína er næstum helgispjöll en maður verður að leyfa eiginmanninum að spreyta sig í eldhúsinu svona endrum og eins, en þessi sósa er bara prýðilega bragðgóð og verður það kvöldverðurinn í kvöld.

Matseðill vikunnar 4.nóv - 8. nóv.

Þriðjudagur

Butter chicken frá Asian Home Gourmet(fæst í Krónunni)
Þar er farið eftir uppskrift sem er aftan á pakkanum, sérstaklega flókið

Miðvikudagur

Plokkfiskur með heimabökuðu rúgbrauði og ferskum gulrótum og agúrkum

Fimmtudagur

Sellerírótarsúpa með stökku beikoni og ofnbökuðu brauði

Föstudagur

Ofnsteiktur lambabógur með steiktum sveppum, sósu með karamelliseruðum lauk og bakaðri kartöflu

Laugardagur

Saffran risotto með ofnbökuðu hvítlauksbrauði

Sunnudagur

hmmmm...... sjáum hvað verður eftir að aurum eftir vikuna...

No comments: