Thursday, November 13, 2008
Brasseraður kjúklingur með sveppum og beikoni
Ég brenndi mig enn og aftur á þessu blogspoti og er að fara að færa þetta yfir á heimasíðu, ég var búin að skrifa heillanga grein og alla uppskriftina en viti menn hú datt út og ég finn hana ekki.
En það er ekki um neitt annað að ræða en að gera þetta aftur og hér kemur alveg hreint frábær uppskrift að brasseruðum kjúkling.
Brasseraður kjúklingur me sveppum og beikoni
f/4-6
1 kjúklingur(mæli með 2 ef það eru sex matmikið fólk í mat)
9 beikonsneiðar
1/4 af sellerírót eða 1 steinseljurót, skorin í 1,5 cm bita
3 gulrætur, skornar í jafnstóra bita
200 gr sveppir
3-4 kartöflur á mann, meðalstórar, skornar í tvennt
1,5 laukur, sneiddur
1 hvítlaukshaus skorinn í tvennt
1 búnt timían, jafnstórt og flöskuhaus
1,5 msk tómatpaste
1 kjúklingakraftsteningur
1 tsk piparkorn
250 ml hvítvín(úr beljunni sem ég keypti fyrir 4 vikum síðan)
50 gr smjör
næstum jafnmikið af hveiti
Aðferð:
1. Steikið helminginn af beikoninu, takið af pönnunni og í ofnfastan pott
2. Steikið grænmetið þar til það er fallega brúnt og setjið einnig í pottinn
3. Steikið kjúklinginn í sömu pönnu, ef vantar feiti er mjög gott að setja smjör, þar til hann er fallega gullinbrúnn, og setjið hann í pottinn
4. Hellið hvítvíninu í pönnuna og látið sjóða niður á hæsta hita í nokkrar mínútur.
5. Hellið því næst í pottinn ásamt öllu kryddinu(hvítlauk,timían, tómatpaste, pipar, kraftur)
6. Látið þetta í 200°C heitan ofn í klukkutíma
7. á meðan er smjörbolla búin til með því að bræða smjörið og blanda hveitinu saman við þar til myndar bollu. Restin af beikoninu er stökksteikt.
8. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann tekinn upp úr pottinum ásamt grænmetinu og kartöflunum. Soðið er sigtað í pott og kryddinu er hent.
9. Látið soðið sjóða harkalega niður í nokkrar mínútur, á meðan er álpappír settur yfir kjúklinginn og grænmetið og það jafnvel sett inn í ofninn aftur til að halda hita.
10. Soðið er þykkt, annað hvort með smjörbollunni eða maisena(fyrir þá sem eru hræddir við smjörbolluna), tja eða þá bara látið sjóða meira niður og látið þykkna þannig, en það verður líka bragðmeira á þann veginn. Berið fram...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment