Tuesday, November 25, 2008

Matseðill fyrir vikuna 26.nóv.-30. nóv.

Ég verð að segja að þessi vika verður vægast sagt einkennileg fyrir þessa síðu. Það er nefnilega barnaafmæli í uppsiglingu og svo er jólahlaðborðið byrjað hjá okkur á Vox(sem er að sjálfsögðu besta jólahlaðborðið) og það þýðir vinna allar helgar og ég býst við að pabbinn verði þá í mat hjá tengdó ef ég þekki hann rétt. Ég er nú samt að spá í að reyna að koma inn uppskriftum af réttunum sem ég mun hafa í afmælinu næsta sunnudag. Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir að hafa þema í veislunum mínum en kannski er ég að eldast því ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að hafa eitthvað þema. Ég komst þá að því að það að hafa þema gerir alla undirbúningsvinnu miklu auðveldari og niðurnjörvaðari en ella ,sem að sjálfsögðu þýðir þá einnig líklegast ódýrari eða kannski útsjónarsamari. Þema-ið þetta árið verður ,,sjöundi og áttundi áratugurinn". Farið í gegnum rétti sem þið munið eftir að amma ykkar gerði hér í den og þá hafið þið hugmynd um hvað verður í boði. Spennandi ekki satt???
Nú hef ég farið í gegnum eldgamlar uppskriftabækur frá ömmu en á eftir að komast yfir uppskriftabók frá hinni ömmunni, henni Gógó sem var einmitt hinn mesti snillingur þegar kom að bakstri og þá sérstaklega pönnsurnar, án efa þær bestu í bænum og mitt uppáhald voru alltaf mömmukökurnar, held reyndar að ég hafi verið ein af fáum en hvað um það þær voru bestar.

Þannig að matseðillinn verður stuttur í þetta skiptið en þó eitthvað.

Matseðill vikunnar 26.nóv - 30. nóv

Miðvikudagur

Rauðspretta með (trufflu) kartöflumús og eplamauki. Maðurinn minn á örugglega eftir að borða rauðlaukssultuna með þessum rétti sem gengur líka en hann er ekki mikill eplamaður

Fimmtudagur

Pastasalat

Ég hef áður sett inn þetta salat. Ég verð líka eins og aðrir að hafa sama réttinn tvisvar, ekki satt..
Ég býst líka við að ég verði sveitt yfir einhverjum af réttunum fyrir afmælið, best að byrja snemma þar sem föstudagurinn og laugardagurinn fara í vinnu.

Föstudagur og laugardagur

vinna

Sunnudagur

Afmæli!!

No comments: