Wednesday, November 19, 2008
Kínverskar núðlur með steiktum kjúklingaleggjum
Ég var alltaf að gera eitthvað í líkingu við þennan hérna í den og var svona aðeins að rifja upp. Hann heppnaðist bara helvíti vel. Það er nú ekki hægt að segja að ég sé mikið að flækja málin í þessu og reyni að nota bara það sem til er hérna heima. Að sjálfsögðu er hægt að gera miklu meira úr svona núðlum en ég vildi hafa þetta einfalt og fljótlegt.
Kínverskar núðlur með steiktum kjúklingaleggjum
f/5-6
Einn bakki kjúklingaleggir
einn stór pakki núðlur
3 gulrætur, litlar, skornar í ræmur
1 msk söxuð engifer rót
1 chillipipar, saxaður
1/2 laukur, sneiddur
1/2 paprika, skorin í ræmur
1 hvítlauksrif, saxað
1 msk olía
1/2 dós af einhverju ausstulensku eins og bambus eða babymaís eða blöndu
2 msk sojaósa
1 msk teryakisósa
4 msk appelsínusafi
2 kjúklingateningskraftar
150 ml vatn
Aðferð:
1. Skerið og saxið það sem þarf og hafið tilbúnar tvær pönnur með olíu. Steikið kjúklingaleggina í annarri og grænmetið í hinni. Hitið ofninn í 200°C.
2. Þegar kjúklingurinn er orðinn vel brúnn á öllum hliðum og setjið í eldfast mót, hellið vatninu og öðrum kjúklingakraftinum í botninn, bakið í ca. 30 mín.
3. Þegar allt grænmetið er orðið meyrt er vökvanum hellt saman við og suðan látin koma upp.
4. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn eru núðlurnar soðnar í vatni með kjúklingakrafti.
5. Þegar þær eru tilbúnar eru þær sigtaðar frá vatninu og settar út í grænmetissojablönduna.
6. Berið fram með kjúklingaleggjunum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment