Friday, November 7, 2008

Grillaður kjúklingur með frönskum og teila

Það bara hreinlega gleymdist að kaupa lambabóginn, já svona getur gerst hjá öllum fjölskyldum ekki satt? Og hvað er þá til ráðs að taka, sérstaklega þegar allir eru dauðþreyttir eftir erfiða vinnu og í mínu tilfelli ótrúlega mikla líkamsrækt jú grillaður kjúklingur. Því fylgir engin uppskrift. Ég krydda ferskan kjúkling með grillkryddi og salti og pipar og set í ofninn í opnum ofnpotti við 200°C í ca klukkustund. Auðvitað er hægt að gera eitthvað voða fínan grillaðan kjúking en ég bara verð að vera hreinskilin og segja að ég bara nennti því ekki.
Ég er reyndar mjög spennt fyrir sósunni og á eftir að prófa hana, líklegast geri ég það þegar maðurinn minn er kominn aftur með bragðskynið eftir kvefpest.

No comments: