Friday, October 17, 2008
Súpukjet með sérstakri kartöflumús
Loksins loksins kom að mínu uppáhaldi. Ég var einmitt að hlusta á ,,kósíkvöldí kvöld" lagið með Baggalút á leiðinni heim og þetta er alveg ekta forleikur fyrir þess háttar unað. Það verður borðað frábært íslenskt lambakjöt með ekta brúnni sósu og kartöflu mús og svo á eftir horft á vídeó, barnið svæft snemma og jafnvel poppað.
ohh ég get ekki beðið.
Brasserað súpukjöt
f/4-5
1,5-6 kg súpukjöt
400 gr laukur(1 1/2 laukur)
120 gr fennel( 1 stk)
400 gr gulrætur(5 stórar)
63 gr hvítlaukur(heill haus)
230 gr sellerírót( hér má skipta út fyrir sellerí eða steinseljurót)
200 ml hvítvín/rauðvín
1 ltr vatn
2 tsk kúfaðar tómatpaste/púrra
endar skornir af steinselju(má sleppa)
ca 20 greinar af timían
1 grein rósmarín
1 teningur af kjötkrafti eða lambakrafti
Aðferð:
1. Skerið helminginn af grænmetinu, og steikið í stórum eldföstum potti eins og t.d. le cruiset eða svarta gamla sem allar ömmur áttu fyrir lambalærið, ég býst við að allir viti hvern ég meina.
2. Þegar grænmetið hefur fengð á sig fallegan brúnan lit er það tekið upp úr og smá fita er sett í pottinn, ég nota bæði smjör og ólífuolíu en það fer eftir smekk. Þegar hú er orðin heit er lambakjötið steikt þar til það brúnast vel. Þá er víninu hellt saman við og látið sjóða niður til helminga þá er vatninu bætt saman við ásamt öllu grænmetinu.
3. Setjið krydd, tómatpúrru og kraft. Lokið pottinum og setjið í ofn við 180°C í 1 1/2- 2 klst.
4. Eftir klukkutíma er kjötinu snúið þannig að það þorni ekki það sem stendur upp úr
5. Eftir 11/2 klst er tekinn einn biti og athugað hvort hann er seigur eða ekki. Ef hann er seigur er kjötið soðið lengur ef ekki þá er það tilbúið.
6. Þegar kjötið er tilbúið er búin til brúna sósan.
Brún sósa
70 gr smjör
100 gr hveiti
Aðferð:
1. Smjörið er brætt og þegar það bubblar er hveitinu bætt saman við og hrært vel. Þetta er svo hrært þar til smjörið og hveitið er orðið eins og bolla.
2. Þegar kjötið er tilbúið er það tekið úr pottinum og sett í skál eða pottlokið og álpappír settur yfir.
3 Vökvinn úr pottinum er sigtaður í annan pott og suðan látin koma upp. Grænmetinu úr pottinum er hent(hefur þjónað sínum tilgangi og allt bragð farið úr).
4. Þegar sýður er smá af hveiti bollunni bætt saman við og látið sjóða þar til þykknar og svo alltaf bætt meira og meira í þar til sósan er nægilega þykk, fer eftir smekk. Þá er hún bragðbætt með salti og pipar.
Með þessu er gott að hafa rustic grænmeti, þá er restin af grænmetinu sett í eldfast mót, olíu hellt yfir, saltað og piprað og sett í ofninn í 45 mín, með kjötinu.
Sérstök kartöflumús
1 kg kartöflur
500 gr sellerírót
140-200 gr smjör
fullt af salti
pipar
Aðferð:
1. Kartöflurnar afhýddar og rótin einnig. Það er síðan soðið í söltu vatni(1 msk af salti á móti 1 ltr af vatni), þar til meyrt.
2. Þá er það sigtað frá vatninu og maukað í pottinn aftur. Smjörinu bætt saman við og salti og hrært þar til réttu bragði er náð(fer eftir smekk hvers og eins)
Aths 1. Ég get alveg viðurkennt að þetta tekur um 2 klst að undirbúa en það er svo innilega þess virði og finnst ykkur ekki að stundum þá þarf maður að setja ást og umhyggju í matinn handa þeim sem maður elskar mest?
Við drukkum rioja rauðvín með og það passaði alveg fullkomlega, eitthvað þungt og bragðmikið(afsakið ég kann ekki vínorðin)
Aths 2. Ástæðan fyrir notkun á tímían og rósmaríni... ég veit að það er rándýrt að kaupa ferskar kryddjurtir en ég kaupi þessartvær tegundir og set þær í lofttæmdar umbúðir með blautri eldhúsþurrku undir og yfir og inn í ísskáp og þannig haldast þær vel og lengi, ég er ekki alveg með tímann á því þar sem það eru tvær vikur síðan ég keypti þær og þær eru ennþá eins og nýjar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Frábært framtak hjá þér, viðurkenni hér með að ég er oft búin að kíkja á síðuna hjá þér en hef aldrei skilið eftir comment. Massa góðar uppskriftir og barnvænar líka, hlakka til að fá góðar kreppuhugmyndir áfram.
Knús frá Gautaborg, Jakobína
Sjá Heklu krútt á þessari mynd :-) Ég veit ekki hvort þú sérð þetta, en ég fer oft á þessa síðu þegar ég vil vera viss um að fá bestu mögulegu uppskriftina að einhverju :-)
Sjá Heklu krútt á þessari mynd :-) Ég veit ekki hvort þú sérð þetta, en ég fer oft á þessa síðu þegar ég vil vera viss um að fá bestu mögulegu uppskriftina að einhverju :-)
Post a Comment