Wednesday, October 15, 2008
Pastasalat
Óvænt uppákoma.
já í dag var dóttirin veik og þá voru góð ráð dýr, allt komið í frost og eiginmaðurinn ekki búinn að taka neitt út þegar ég kom heim úr vinnunni. Þá var bara farið í skápana og fundið eitthvað sniðugt að henda saman í einum grænum. Ekki nóg með það heldur komu Þorgerður systir og Arnaldur og þeirra kríli í óvænta heimsókn og allir borðuðu sig sadda af þessum frábæra mat, sem ég bar fram með bökuðu brauði.
Pastasalat
f/4
350 gr pasta, farfalle eða skrúfur
4 egg, harðsoðin og skorin í bita
100 gr brauðostur, en hér er hægt að nota hvaða ost sem er og eru bestir, mozzarella eða papriku/piparostur en þá værum við að spreða soldið
20 gr rauð paprika, skorin í litla bita
2 dósir túnfiskur í olíu, í vatni er líka í lagi sérstaklega ef maður er að hugsa um línurnar, olíunni/vatninu hellt af og hann settur í skálina í stórum klumpum
100 gr ólífur
100 gr fetaostur, hreinn ekki í kryddolíu eða neinu kryddi
1-2 tómatar, vel þroskaðir, skornir í jafnstóra bita og fetaosturinn
1 msk furuhnetur
Aðferð:
1. Pastaið er soðið.
2. Grænmeti skorið og eggin soðin
3. Pastaið kælt og öllu svo blandað saman og saltað og piprað og góðri ólífuolíu hellt yfir til að bleyta upp í því.
Aths. hér má í rauninni skipta flestu út fyrir það sem er til í skápunum hverju sinni, en mér þykir
mikilvægast að vera með eggin og túnfiskinn, einhvern ost og ólífur.
Borið fram með bökuðu baguette sem ég kaupi frosið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment