Þessi er jafnvel betri daginn eftir þannig að ef maður hefur tíma til að marinera hann í nokkra tíma allt upp í sólarhring.
Grillaður kryddkjúklingur
f/4-6
1-2 heilir kjúklingar(einn ef það eru 4, 2 ef það eru 6 manns)
safi úr tveimur sítrónum ásamt rifnum berkinum
jafn mikið af ólífuolíu
10 greinar timían
3 greinar rósmarín
4 tsk pestó
4 hvítlauksrif, sneidd
fullt af salti helst flögusalt en hitt er í lagi
pipar
400 gr kartöflur
Aðferð:
1. Vökva blandað saman, laufin af kryddjurtunum tekin af og blandað saman við ásamt pestó.
2. Kjúklingurinn settur í svokallað roasting pan, það er einnig hægt að nota eldfast mót.
3. Hann er saltaður vel og pipraður og kartöflurnar skornar í litla báta og dreift í kringum kjúklinginn og blöndunni hellt yfir kjúklinginn þannig að hún þekji hann ágætlega þá er hvítlauknum dreift yfir og sett í ofn við 180°C í ca klukkutíma. Gott er að athuga með kjúklinginn á hálftíma fresti eða jafnvel korters fresti, ef hann fer að brúnast of mikið að ofan er gott að setja álpappír yfir.
Aths. Þetta eru ennþá kryddjurtirnar sem ég keypti fyrir um 3 vikum síðan, þær eru ennþá eins og nýjar í ísskápnum hjá mér og þá er eins gott að nota þær þar til ekkert er eftir!
Wednesday, October 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment