Friday, October 31, 2008
Sojakjúklingur
Ég hef verið að gera þennan kjúkling í ansi mörg ár og breytist uppskriftin í hvert einasta skipti þar sem ég á aldrei allt sem stendur í upprunalegu uppskriftinni, en hann er alltaf jafn góður.
Upprunalega sojakjúklingauppskriftin
1-2 kjúklingar
1 stórt hvítlauksrif, sneitt þunnt
jafnmikið af engifer einnig sneitt þunnt
50 ml (1/2 dl) ostrusósa
150 ml(1 1/2 dl)sojasósa
50 ml (1/2 dl) olía
2 msk sítrónusafi
4 msk sæt sojasósa
1 tsk red curry paste
Hægt er að setja einnig í þetta alls konar krydd eins og t.d.
kóríanderfræ
fennelfræ
kardimommur
sinnepsfræ
allt sett í mortel og mulið
Aðferð:
1. Öllu blandað saman í skál og svo hellt yfir kjúklinginn
2. Kjúklingurinn settur í eldfastan pott, leirpott eða þvíumlíkt og inn í ofn við 200°C í klukkutíma.
Borið fram með jasmín/basmati hrísgrjónum og stökku salati(iceberg) með því sem er til í ísskápnum, td. furuhnetur og fetaostur eða avócadó og feta eða parmesan og tómatar.
Uppskriftin að sojakjúklingnum sem ég gerði í fyrradag
1-2 kjúklingar
75 ml teriaki sósa
75 ml sojasósa
3 msk sweet chilli sósa
1/2 hvítlaukshaus, kreistur eða saxaður
1 chillialdin, saxað
45 ml olía( ég kaupi mjög sjaldan matarolíu og nota því bara ólífuolíu og skammast mín ekkert fyrir það)
1 msk brún sinnepsfræ
smá mulið kóríanderfræ
smá mulið anísstjörnur
smá mulið kardímommur
Aðferð:
1. Öllu blandað saman og hellt yfir kjúklinginn og hann settur inn í ofn eins og í hinni uppskriftinni við 200°C í klukkutíma.
Borið fram með jasmín/basmati hrísgrjónum og salati
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment