Tuesday, October 28, 2008

Matseðill vikunnar 28.okt - 4. nóv.

Mikið ofboðslega var mikið að gera þennan daginn sem gerði það að verkum að allir voru farnir að öskra af hungri þegar heim var komið og þá var ekki annað í stöðunni en að henda í pulsur, þið vitið gömlu góðu pulsur í brauði með tómat, sinnep, steiktum lauk og remolaði og að sjálfsögðu var drukkin mjólk með, ég mæli með því að eiga fylgihlutina ávallt inni í ískáp, það er nefnilega aldrei að vita hvenær allir eru öskrandi svangir og þurfa að fá mat í einum grænum!

En hér kemur næsti matseðill og er hann ekki af verri endanum, við vorum að borga 4000 kall fyrir matarreikning vikunnar og þar var nú mun meira inní en bara það sem er borðað í kvöldmat. það þarf jú nesti og fleira til heimilisins, en þetta er víst hægt, eða það er ég allavegana að komast að þessa dagana.

Matseðill vikunnar 28.okt.- 4. nóv.

Þriðjudagur

Puslur í brauði

Miðvikudagur

Sojakjúklingur með hrísgrjónum

Einfaldur, ódýr og frábær.

Fimmtudagur

Kjúklingasalat

Er ekki best að nýta afganga af kjúklingnum í ekta danskt kjúklingasalat? Þeir notuðu reyndar hænsni og heitir klassíkin Hönsesalat og kom mér skemmtilega á óvart þegar ég bjó þar, maður bara fær ekki nóg af því.

Föstudagur

Spaghetti Carbonara

Í enda vikunnar er nauðsynlegt að gera eitthvað einfalt og fljótlegt og verður Carbonara fyrir valinu þessa vikuna. Í uppskriftinni sem ég fékk hjá ítalskri vinkonu móður minnar er ekki notaður rjómi eins og í svo mörgum uppskriftum af þessari klassík og er það svo miklu, miklu betra.

Laugardagur

Vinna, vinna, vinna þannig að lítið verður um heima-matreiðslu þennan daginn...

Sunnudagur

Plokkfiskur með rúgbrauði

Mér fannst tilvalið að hafa eitthvað þjóðlegt á sunnudaginn, það er eitthvað svo heimilislegt.

No comments: