Wednesday, October 8, 2008

Marbella kjúklingur


Snilld og ekkert annað en snilld
Marbella kjúklingurinn í hversdagslegum búning


2 kjúklingar eða 2 bakkar af kjúklingabitum(blönduðum)
200 ml olía
100 ml balsamico edik
200 ml hvítvín, hér má nota mysu
1/2 hvítlaukshaus
100 ml óreganó, hér má minnka bruðlið og setja 50 ml
púðursykur
ólífur
capers
sveskjur
(lárviðarlauf) á það mjög sjaldan og sleppi því mjög oft, það er í góðu lagi
salt og pipar

Aðferð:
1. Blandið saman olíu, ediki, hvítvíni, óreganó og hvítlauk í skál og hrærið vel saman.
2. Skerið kjúklinginn í bita þ.e. legg&læri, bringur og vængi
3. Leggið bitana í ofnskúffu, saltið og piprið og hellið svo vökvanum yfir
4. Hér er hægt að annað hvort marinera kjúklinginn í allt að einn sólarhring eða sleppa því alveg.
5. Rétt áður en honum er stungið í ofninn er púðursykri smurt á hvern bita og ólífum, kapers og sveskjum dreift jafnt í allar smugur á milli bitanna, fyrir utan kapers passið að setja ekki svo mikið af því kannski eina msk.
6. Bakað í ofni við 200°C í 30 - 40mín eða þar til kjúklingurinn er dökkbrúnn af ofan og vökvinn úr honum er glær þegar stungið er í hann.
7. Gott er að dreypa vökvanum í skúffunni yfir kjúklinginn svona einu til tvisvar sinnum á meðan á eldun stendur.

Þetta er borið fram með Jasmin/Basmati hrísgrjónum og fersku salati með tómötum og parmesan/feta/avócadó/furuhnetum eða bara því sem hugurinn girnist og það sem til er í skápnum.

P.s. þennan rétt fæ ég úr bók sem heitir Silver Palate og er hin mesta snilld. Þennan rétt er hægt að bera fram daginn eftir eða jafnvel tveimur dögum eftir og hann er alltaf jafn unaðslegur, það er hægt að hafa hann við stofuhita í veislu(bara leggi t.d.) og hafa hann í matarboði, sem ég og öll mín fjölskylda hefur gert í mörg ár eða eins og ég geri iðulega að elda hann á ósköp venjulegum miðvikudegi. Á þessum fær enginn leið!

2 comments:

Unknown said...

Takk og aftur takk fyrir að setja þennan kjúklingarétt inná vefinn.
ég var búin að fá uppskriftina hjá þér og hef smakkað þennan dýrindis rétt hjá þér.

hlakka til að elda hann og aldrei að vita nema ég bjóði ykkur hjónum að smakka hann hjá mér....;0)

kv.Guðbjörg

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

hehe já hann slær alltaf í gegn;)