Tuesday, October 21, 2008

Matseðill vikunnar 21.-27. okt.

Hér kemur matseðill vikunnar en í gær var bara tekið grænmetislasagna úr frystinum og borðað með bestu lyst, jafnvel bara betra.

Vikan 21-27. okt.

Þriðjudagur

Grillaður kryddkjúklingur með kartöflum og sósunni sem lekur af kjúklingnum

Miðvikudagur

Slátur með kartöflustöppu og rófustöppu, rúgbrauði og det hele...

Fimmtudagur

Steikt ýsa með grænmeti og paprikusósu
Hér ætla ég að nota grænmeti sem ég hef keypt í síðustu viku og þessari til að það skemmist ekki og peningarnir endi í ruslinu.

Föstudagur

Ætla að reyna að troða okkur í mat einhvers staðar, ég nenni ekki að elda þennan dag.

Laugardagur

Vetrar matarboð
Í tilefni þess að þetta er fyrsti vetrardagur þá mun ég bjóða gestum mínum uppá ekta vetrarmat.

Brasserað súpukjöt með rustic grænmeti og kartöflumús

No comments: