Thursday, October 9, 2008
Lax með sýrópsengifermarineringu
Katrín 16 ára: ,, mmm þetta er eins og nammi!"
Einfaldur og unaðslegur eru einkunnarorð þessa réttar. Ég fann lax á tilboði, stökk á það og hér er einn réttur fjölskyldunnar sem slær alltaf í gegn.
Lax í hlynsýróps og engifermarineringu
f/6
2 laxaflök
6 msk hlynsýróp
1/2 bolli vatn
1-2 msk rifið engifer
2 hvítlauksrif, kramin
1 tsk rauðar piparflögur(red pepper flakes)
Aðferð:
1. Sýróp, vatn, engifer, hvítlaukur, piparflögur settar saman í litlum pott og hitað þar til blandast vel saman.
2. Laxaflökin sett í ofnfat og marineringunni hellt yfir. Bakað í ofni við 200°C í 12-14 mín.
Ég bar þetta fram með kartöflumús með fetaosti
Kartöflumús með fetaosti
f/6 manns
600 gr kartöflur
200 gr smjör
salt
mjólk
100 gr fetaostur
gott að setja paprikur með, annað hvort grillaðar eða hráar en ég bara átti þær ekki í skápnum þetta skiptið
Aðferð:
1. Kartöflurnar skrældar og soðnar í söltu vatni í ca. 20 mín eða þar til þær eru soðnar alveg í gegn.
2. Kartöflurnar stappaðar og smjöri, salti blandað saman við. Smakkað til þar til ykkur finnast þær nægilega góðar.
3. Fetosti blandað saman við
Ég bar þetta fram með krakkasalati en það er iceberg salat með furuhnetum og dressingu með mangóediki og ólífuolíu. Ég reyndar verð að viðurkenna að mangóedikið var að sjálfsögðu rándýrt en ég stalst til að kaupa það um daginn, en já þá var ég heldur ekki byrjuð að spara svona rosalega. En ég sagði það líka í greininni í fyrradag að ég verð að fá að stelast svona annað slagið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment