Tuesday, October 7, 2008

Spaghetti Bolognese

Spaghetti Bolognese

500 gr nautahakk
5 msk extra virgin ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, skornar smátt
4 hvítlauksrif
hægt að lauma inn smá fersku timían og rósmarín, ég átti það í ísskápnum en því má alveg sleppa.
100 gr beikon(ca 2-4 sneiðar), saxað
1 dl hvítvín
400 gr(1 dós) tómatsósa(hægt að nota heila tómata eða sósu eða saxaða)
2 msk tómatpasta
smá óreganó, þurrkað
salt pipar
1 teningur af kjötkrafti

Aðferð:
1. Saxið grænmetið og beikonið.
2. Hellið olíunni í djúpa pönnu og látið hvítlauksrifin í og hitið saman þar til hann fer að brúnast, takið hann þá úr og steikið grænmetið.
3. Þegar grænmetið er farið að mýkjast vel eftir 10-15 mín við meðal hita, er hitinn hækkaður og hakkinu bætt saman við, það er steikt þar til brúnast.
4. Hellið hvítvíninu saman við og látið gufa upp.
5. Bætið tómatsósunni saman við ásamt tómatpaste, kryddi og kjötkraftstening.
6. Látið malla við vægan hita í eins langan tíma og þið mögulega getið, allt upp í 1 klst.

Gerið ráð fyrir 80 gr af þurru spaghetti fyrir fullorðna konu, 100 gr fyrir karlmann og 70 gr fyrir börn. Svo eftir því sem árunum líður og spaghetti er borðað oftar ætti maður að vera kominn með grömmin sem maður borðar, tja eða það gera Ítalirnir, ætli við séum svo úthugsuð???
Í þetta skiptið áttum við sykurbaunir inni í ískáp sem lágu undir skemdum og hentum þeim því með og ekki skemmdi það nú fyrir.

No comments: