onei það er nú varla svo slæmt. Mánudagar eru yndislegir sérstaklega þegar maður hefur átt svona frábæran sunnudag. Það er bara svo gaman að lifa.
Hvað á nú að hafa í matinn í kvöld?
Ætli sé ekki best að hafa einfaldan kjúkling sem kostar ekki neitt og ég þarf lítið af hráefnum þar sem allt er að tæmast hjá mér í skápunum það er jú síðasti dagurinn áður en ég fer í búðina.
Sítrónukjúklingurinn verður fyrir valinu, hann hef ég örugglega gert fyrir alla vini mína og öll fjölskyldan er með hann á hreinu, þetta er nefnilega snilldarkjúklingur.
Sítrónukjúklingur(eða ,,gamli kjúklingurinn")
2 kjúklingar
safi úr tveimur sítrónum og börkurinn rifinn
tvisvar sinnum meira af extra virgin ólífuolíu
hálfur hvítlaukshaus
1 msk salt
2 msk rósmarín(má vera þurrkað)
klippt steinselja(hef sleppt og það er í lagi)
Aðferð:
1. Kjúklingurinn er settur í elfastan pott, leirpottur er bestur en svarti virkar fínt, ég hef líka sett þetta í eldfasta skál og það virkaði líka.
2. Hitið ofninn í 200 gráður
3. Blandið öllu hráefni saman í skál og hellið svo yfir kjúklinginn, klippið steinseljuna yfir.
4. Bakið í ofni í klukkutíma.
aths. Ef þið eruð bara með einn kjúkling þarf ekki að minnka hlutföllin á restinni af hráefninu.
Berið fram með Jasmín eða Basmati hrísgrjónum og fersku salati.
Monday, October 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Fékk hann einmitt hjá mömmu og pabba í gær, í fyrsta sinn í laaaangan tíma. Hann klikkar aldrei!
Nákvæmlega, hann bara getur ekki klikkað þessi
Post a Comment