Thursday, October 23, 2008

Breytt plan

Já ég gerði mér grein fyrir því að það voru allt of mikið af afgöngum í ísskápnum þannig að það verður afgangakvöld í kvöld.

Klúbbsamloka

beikon
ostur
avócadó
tómatar
icebergsalat
kjúklingur
Dijon sinnep
majónes
Samlokubrauð

Aðferð:
1. Beikonið er steikt þar til það er stökkt
2. Brauðið er ristað
3. avócadó og tómatar skornir
4. kjúklingurinn brytjaður niður í bita
5. brauðið smurt með Dijon og majónesi, ég vil hafa mína sterka þannig að ég set dijon á allar sneiðarnar en restin af fjölskyldunni vill ekki svo sterka og þá setur maður einungis á tvær hliðar og smurt með majónesi á restina, passið að hafa það ekki of mikið
6. Þessi klúbbari er á þremur hæðum þannig að fyrir hverja samloku eru 3 brauðsneiðar
7. Restinni er raðað á sneiðarnar og svo sett saman, skorið í þríhyrninga og notið með bestu lyst!

No comments: