Friday, October 31, 2008

Hönsesalat

Ég reyndar sauð allt of mikið af grjónum í þetta skiptið og þess vegna ákvað ég að sleppa hönsesalatinu og tók bara kjúklinginn í litla bita og henti öllu á pönnu og hitaði upp og borðaði með bestu list, en það er mikilvægt í þessu að sósan eða vökvinn af kjúklingnum er geymdur og settur með á pönnuna og öllu hrært saman. Ég ætla nú samt að setja hér inn uppskrift af klassísku hönsesalati.

Hönsesalat

Majónes er bragðbætt með vínediki, salti og pipar og síðast er bætt smá létt pískuðum rjóma saman við
kjúklingur/hænsni
stökksteikt beikon
sveppaskífur sem er búið að setja örsnöggt(ca.3 mín) í sjóðandi saltvatn og kældir strax á eftir í ísköldu vatni
aspas sem er einnig búið að sjóða eins og sveppina

Aðferð:
1 Blandið öllu saman og berið fram með fersku salati, tómatsneiðum

No comments: