Monday, October 20, 2008
Uppaborgarar
Það var farið út á lífið á laugardagskvöldið þannig að sunnudagurinn var frekar þunnur en þá var bara gripið til poppmaísins og poppað, ég var hreinlega búin að gleyma hvað það er gott. Svo um kvöldið var hent í risa uppaborgara, ekki slæmur þynnkumatur það!
Uppaborgarar
f/4
500 gr nautahakk
2 tsk dijon sinnep
1 msk brauðrasp
1 egg
salt og pipar
olía til steikingar
4 hamborgarabrauð
Álegg:
2 tómatar, skornir í sneiðar
nokkur salatblöð af icebersalati
ekta pestó
gráðaostur / brie / geitaostur
kokteilsósa
Aðferð:
1. Blandið öllu vel saman og mótið hamborgara með höndunum
2. Skerið grænmeti og búið til pestó og setjið á disk og hendið frönnunum í ofninn eða steikingarpottinn
3. Síðast steikið hamborgarana og hitið brauðin.
4. Leggið allt á borðið og leyfið öllum að raða á sinn hamborgara eftir smekk en ég mæli með svona röðun:
1. Hamborgarabrauð smurt þunnt með kokteilsósu smyrjið þá með pestó leggjið hamborgarann ofan á þá tómata, iceberg og ost. Smyrjið hamborgarabrauðslokið með kokteilsósu og hamborgarinn er tilbúinn.
Heimatilbúið pestó fyrir 4 hamborgara
1 bakki basilíka
1 msk ristaðar furuhnetur
1 msk parmesanostur
1/2 hvítlauksrif, kramið
salt og pipar
ólífuolía slatti
2 msk fersk steinselja(hún er ódýrari en basilíkan og hægt að drýgja með henni)
Aðferð:
1. Takið laufin af basilíkunni og setjið í litla matvinnsluvél, eða í skál og notið töfrasprota.
2. Setjið restina af hráefnunum saman við og nokkrum matskeiðum af ólífuolíu og byrjið að hakka, bætið olíu saman við þar til hægt er að hakka vel og pestó áferðinni hefur verið náð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment