Þriðjudagur
Grænmetislasagna
Kannski svolítið tímafrekt en maður getur tekið það í bita og fryst þannig á maður í fleiri máltíðir.
Miðvikudagur
Afmæli jú kannski bara afgangar af lasagna
Fimmtudagur
Brasserað súpukjöt
mmm.. uppáhaldið mitt get ekki beðið
Föstudagur
Vonandi tilboðsfiskur
Kíki á tilboð á fiski og finn svo eitthvað heima til að gera úr honum og set það hér inn á fimmtudaginn
Laugardagur
Uppaborgarar
loksins fékk ég afsökun til að gera þá snilld. Það eru hamborgarar með geitaosti eða gráðosti eða brieosti og pestó, já það er eins gott að vera sparsamur þessa vikuna til að geta gert alvöru pestó.
Sunnudagur
Eigum við ekki að láta það ráðast af fjárráðum eftir vikuna.....
Monday, October 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hvar er brasseraða súpukjötið?! Í kreppunni tók maður sig til og fyllti freystiskápinn af þessu, án þess að hafa nokkurn tíma eldað úr þessu hráefni. En síðan fannst mér þú hafa nefnt brasserað lambakjöt og þá var ég hress með kaupin! Er uppskrift að því hér?
Annað; við gætum hagað matarboðinu þannig að ég komi með súpukjötspokann og þú eldir úr því gómsæti. Því hefur einhver efni á að bjóða heim nú til dags...
Allavega, hlakka til að hitta þig fljótt mín kæra.
Þín Inga María
En frábær hugmynd!
Skipti á brasseraða súpukjötinu og brasseraða kjúklingnum og ég splæsi í matarboð með brasseraða súpukjötinu á laugardaginn!!!
Post a Comment