Hljómar vel ekki satt? Þessi kaka er fyrir alla þá sem elska súkkulaði eða ætti ég að orða það frekar "death by chocolate!". Með þessari köku er nauðsynlegt að hafa vanilluís, vanillusósu, fullt af þeyttum rjóma eða bara risastórt ískalt mjólkurglas, og einhvers konar ber.
Chocolate-peanut butter fudge brownies
3/4 bolli(150 ml) ósaltað smjör
270 gr 57% súkkulaði, hakkað
90 gr 70% súkkulaði, hakkað
1 1/2 bolli (300 ml) sykur
1 1/2 tsk vanillu extract eða vanilludropar
1/4 tsk salt
4 egg
1 bolli(200ml) hveiti
(1 bolli(200 ml) ristaðar salthnetur, ég sleppi þeim og skiptir ekki máli)
Aðferð:
1. Setjið álpappír í 33x23x5 cm bökunarform og látið hanga yfir brúnir.
2. Hitið ofninn í 160°C
3. Setjið 3/4 bolla(150 ml) smjör í stálskál eða skál sem þolir vel hita, bætið öllu súkkulaði saman við og setjið yfir pott með léttsjóðandi vatni, og látið bráðna varlega saman.
4. Bætið sykri, vanillu og salti saman við og síðast eggjum, eitt og eitt í einu.
5. Bætið hveiti og síðast hnetum(ef þær eru notaðar), varlega saman við.
6. Setjið í formið og inn í ofn í ca 30 mín, eða þar til prjónn sem er stungið í miðja kökuna kemur út með blautum ,, crumbs" (nú á mamma eftir að skamma mig fyrir enskuslettuna en ég fann ekkert nægilega gott orð, uppástungur vel þegnar á commentakerfi).
Fylling og ganache(súkkulaðikrem):
1 bolli(200 ml)crunchy hnetusmjör
1/4 bolli( 50 ml) ósaltað smjör, við stofuhita
3/4 bolli ( 150 ml) flórsykur
1/8 tsk salt
1 msk nýmjólk
1 tsk vanilluextract/vanilludropar
200 gr(70%) dökkt súkkulaði, hakkað
1/4 bolli(50 ml) ósaltað smjör
Aðferð:
1. Þeytið hnetusmjör og 1/4 bolla(50 ml) smjör saman þar til blandast.
2, Bætið flórsykri, salti og síðast mjólk og vanillu saman við og smyrjið á brownies-ið þegar það hefur kólnað örlítið.
3. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði(eins og áður var lýst í aðferð við bökun brownies) og 1/4 bolla(50 ml) smjör saman. Leyfið að kólna örlítið og hellið í löngum línum yfir kökuna og dreifið með löngum spaða eða beittum löngum hníf. Ef erfitt reynist að dreifa úr súkkulaðinu er hægt að hita hnífinn undir sóðandi heitu rennandi vatni þurrka í snatri og dreifa þannig úr súkkulaðinu. Ekki er þörf á að setja á hliðarnar á kökunni
Þetta var ég með í matarboði bæði á laugardaginn og einnig um daginn og þá bar ég hana fram með vanillu parfait og fullt af alls konar berjum í súkkulaðiskeljum. Á laugardaginn lét ég duga að hafa keyptan vanilluís og jarðaber og það var líka algjört æði. Í aðalrétt var ég með súpukjötið sem ég hef nú þegar sett inn uppskrift af og þetta sló algerlega í gegn. Ekta vetrarmatarboð!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég ætlaði einmitt að fara að biðja þig um uppskriftina! Þegar þú gerðir þetta fyrir okkur, gerðirðu einfalda uppskrift eða stærri?
Mig langar líka rosalega í uppskriftina af grafna nautinu og piparrótarsósunni, þú mátt gjarnan senda mér hana :-)
Ég gerði tvöfalda uppskrift fyrir okkur en það var alger óþarfi, það var svakalega mikill afgangur, hún er svo saðsöm þessi.
Ég sendi þér hinar um hæl...
Post a Comment