Maður verður víst að borða. Ég hef svona að mestu leyti losnað við flökurleikann en þarf þó að borða annað hvort léttan eða hollan mat þannig að matseðlarnir munu bera smá keim af því. Ég er þó búin að hanga á uppskriftasíðum síðustu daga og er mikið að fletta í gegnum uppskriftabækur, þannig að ég finn að ég þarf að fara að gera eitthvað skemmtilegt í sköpuninni, mig langar að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Það virðist þó þurfa að bíða þar til í næstu viku þar sem peningarnir eru næstum uppurir fyrir þessa vikuna. Þessi vika verður frekar beisik í matargerð, mér svona sýnist að flestar uppskriftirnar hafi ég þegar sett inn á síðuna nema kannski fiskirétturinn. Eiginmaðurinn minn var að gera grænmetislasagna á fimmtudaginn var og keypti í það zucchini og eggaldin þannig að til að það eyðileggist ekki í ísskápnum er um að gera og nýta það í fiskiréttinn, hvernig á eftir að koma í ljós hins vegar. Við vorum ansi heppin þessa vikuna því okkur er boðið í mat í kvöld, alltaf skemmtilegt.
Mánudagur
Afgangar af grænmetislasagna voru teknir úr frystinum og borðaðir með bestu lyst borið fram með salati og brauði
Þriðjudagur
Matarboð
Miðvikudagur
Fiskréttur með zucchini og eggaldin
Fimmtudagur
Ítalskar kjötbollur með spaghetti
Föstudagur
Býst við að það verði afgangar af spaghetti-inu
Laugardagur og sunnudagur
tja maður kannski lummar sér til mömmu og pabba já eða tengdó og sníkir kvöldmat hjá þeim, það er aldrei að vita með helgarnar, svo skemmtilegar alltaf.
Tuesday, March 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment