Monday, March 9, 2009

Matseðill fyrir vikuna 09.03-13.03

Þessa vikuna verður sparað allverulega, því í næsta mánuði er stefnan tekin á Salerno í brúðkaup og svo þar á eftir til Rómar, þannig að það þarf að eiga smá gjaldeyri.
Ég verð því með risotto í kvöld og svo hafragraut það sem eftir er vikunnar, ójá hafragraut í fullt af nýjum útgáfum, með rúsínum, með kanilsykri, með kakó og já bara alls konar. Nei það er ekki alveg hægt. En réttirnir verða einfaldir og góðir að vanda. Ég verð að draga allt úr frystinum sem ég get og nýta, nýta, nýta út í hið óendanlega.
Ég er að spá í linsubaunabuffi úr afgöngunum frá síðustu viku, þó ég viti að eiginmaðurinn verði ekki ánægður með það hann er ekki mikill aðdáandi linsubauna, því miður.
Ég tók út kjúkling áðan þannig að það verður kjúklingur á morgun en ætli sé ekki best að ég setji hér inn matseðilinn.

Mánudagur
Risotto bianco með ofnbökuðu baguette brauði

Þriðjudagur
Brasseraður kjúklingur
Ég á svo mikið af grænmetisafgöngum og þetta er besta leiðin til að nýta þá

Miðvikudagur
Linsubauna hamborgarar með tzaziki, beikoni og grænmeti

Fimmtudagur
Fiskur dagsins, er að spá í einhvers konar ofnrétt

Föstudagur
Svínalundir

No comments: