Það var svo mikið stress á mér í vinnunni síðustu daga að ég gat bara ekki hreyft mig þegar heim var komið svo að í gær voru pulsur og svo í kvöld verðum við með svínalundir með gráðostasósu og franskar kartöflur, klassi. Sverrir hefur séð um eldamennskuna síðustu tvo daga og stendur sig með prýði að vanda. Hann reyndar sauð kartöflurnar fyrst og steikti svo upp úr mikilli olíu og smá smjöri, við týmdum ekki að kaupa franskar kartöflur, þær voru eitthvað svo dýrar allt í einu, svo erum við í massívum sparnaðaraðgerðum og þá er bara að nýta það sem er til í skápunum.
En nú ætla ég að fara og gæða mér á góðgætinu....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment