Ég verð nú að segja að uppskriftina að þessu er frekar erfitt að finna út, þar sem ég notaði afgangana frá hinu nokkurs konar ratatuille sem ég gerði um daginn, þannig að kryddið í borgarana kom þaðan. En þeir voru bara helvíti góðir, það hefði kannski mátt krydda þá aðeins betur eða meira, en tzaziki sósan smellpassaði með, mæli sérstaklega með henni. Þetta tók líka enga stund að búa til, ætli ég hafi ekki verið um það bil 30 mínútur að búa allt saman til, en það þarf að taka til greina að linsubaunirnar voru þegar soðnar, venjulega tekur um 30 mínútur að sjóða þær.
Þar sem þetta var mjög svo óljós uppskrift þá ætla ég að slumpa á magnið í borgurunum í þetta skiptið þannig að ekki skammast ef borgararnir eru ekki alveg eins og þið hefðuð ímyndað ykkur, ja eða smakkað áður. Ég hef nefnilega aldrei smakkað linsubaunabuff eða neitt í líkingu við þetta áður og hafði því ekki hugmynd um hvernig þetta átti allt saman að líta út en maður bara klórar sig fram úr hlutunum eins og venjulega.
Linsubaunaborgarar
f/4
ca 200 gr soðnar grænarlinsur(ath þær eru léttari fyrir suðu)
2 kartöflur, soðnar
salt og pipar
krydd eftir smekk
1 egg
3 msk raspur, ég notaði japanska raspið sem maður notar í djúpsteiktar rækjur
meiri raspur til að velta upp úr og eitt egg til að velta upp úr
hveiti til að velta upp úr
Franskar kartöflur
4 hamborgarabrauð
2 tómatar, sneiddir
Icebergsalatblöð
gúrkusneiðar ef vill
Ostsneiðar ef vill
tzaziki sósa-sjá uppskrift neðar
Aðferð:
1. Sjóðið kartöflurnar og linsubaunirnar. Þegar þær eru tilbúnar er þetta stappað saman ásamt kryddi, eggi og raspi.
2. Mótið borgara með höndunum og leggjið á disk og búið til sósuna, setjið frönsku kartöflurnar í ofninn og skerið tómata og salat til að setja á borgarana.
3. Þegar allt er tilbúið og kartöflurnar malla í ofninum er eggið léttþeytt í eina grunna skál, hveiti sett í aðra og raspur í þá þriðju. Hitið stóra pönnu með olíu.
4. Þá er einum borgara í einu velt fyrst upp úr hveiti þá upp úr egginu og síðast raspinu og borgarinn settur á pönnuna, þetta er gert við alla og steiktir við meðal hita á hvorri hlið og osturinn settur á seinni hliðina. Þegar fallega gullinbrún húð hefur myndast á hvorri hlið eru borgararnir settir inn í ofn á meðan hamborgarabrauðin eru hituð og kartöflurnar klárast.
Þegar brauðin eru orðin heit ætti allt að vera tilbúið fyrir alla að setja á sinn hamborgara.
Tzaziki sósa
gerir u.þ.b. 300 ml af sósu
150 ml sýrður rjómi
150 ml majónes
salt og pipar
ca 10 sm biti af gúrku, rifinn með rifjárni
1/4 hvítlauksrif, kramið eða rifið með rifjárni
Aðferð:
1. Hrærið vel saman sýrðum rjóma, majónesi, salti og pipar þar til allir kekkir hafa horfið.
2. Bætið hinu saman við og smakkið til.
Einnig er gott að nota sósuna sem ídýfu með hvers kyns snakki og þá sérstaklega mæli ég með Bugles.
Thursday, March 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment