Tuesday, March 10, 2009

Bjórbrasseraður kjúklingur

Mamma hefur notað bjór ansi mikið síðustu misseri í að grilla kjúkling, hún á til þess gerðar græjur en ég á það hins vegar ekki og ákvað ég því að gera mína útgáfu af þessu. Ég nota leirpottinn minn en ef ég ætti svokallaða(á ensku)roasting pan þá myndi ég frekar vilja nota hana, en maður bara notar það sem maður á.

Bjórbrasseraður kjúklingur með maple-sinnepsgljáa
f/4
1 kjúklingur
3 litlar gulrætur, skornar í bita
2 sellerístönglar, skrældir og skornir í bita
1/2 laukur, sneiddur
1 lítill skallottulaukur, sneiddur
1 tómatur, skorinn í bita
4 -5 kartöflur, skornar í stóra bita
200 ml bjór, tegundin skiptir ekki miklu máli en því meiri bitter bjór því meira bitter verður sósan, ég notaði í þetta skipti Tuborg þar sem það var til í ísskápnum
1 grein rósmarín, bara nálarnar
smá klípa Poultry seasoning
salt og pipar
1 teningur kjúklingakraftur+

Gljái
1 msk Dijon sinnep
1 msk maple sýróp

Aðferð:
1. Skerið grænmetið ásamt kartöflunum og steikið í pottinum sem þið ætlið að nota fyrir kjúklinginn í ofninn. Látið það fá smá lit.
2. Troðið smjöri innundir húð kjúklingsins
3. Færið grænmetið til hliðanna í pottinum og steikið kjúklinginn létt á hvorri hlið og látið svo liggja með bringuna upp. Hellið þá bjórnum yfir og látið sjóða niður í 4 mínútur. Hellið þá 100 ml af vatni yfir ásamt kryddi. Berið helming gljáans yfir kjúklinginn og setjið inn í ofn við 200°C í ca klukkutíma. Takið kjúklinginginn út úr ofninum ca 10 mínútum fyrir áætlaðan eldunartíma og berið afganginn af gljáanum á kjúklinginn og takið lokið af og hafið loklaust afganginn af tímanum.

No comments: