Ég stóðs það! Búin heil vika og ég hef einungis eldað úr því sem til var í skápunum og heldur það áfram í kvöld.
Í gærkvöldi hafði Sverrir tekið út úr frystinum svínahnakka en við áttum ekki kartöflur þannig að ekki kom til greina að búa til BBQ eins og vanalega þannig að þá var bara að taka það sem til var í skápnum og endaði ég með Svínahnakka Milanese og risotto Milanese.
Kótelettur Milanese þýðir í rauninni bara að það er sett í brauðrasp, ekki Paxo, það er einkennilegasti raspur sem ég hef séð, ég nota Panko sem er kannski meira fyrir djúpsteiktar rækjur en það var það sem var til. Það er líka hægt að rista brauð og hakka í múlínex, þá er kominn hinn fínasti raspur.
Svínahnökkunum eða kótilettunum er svo velt upp úr eggi sem hefur verið pískað með smá vatni og svo í raspinn og steikt upp úr örlítilli smjörklípu og olíu(eða sleppa smjörinu, kannski hollara). Ég kryddaði aðeins raspinn með fersku timíani(best að nota það áður en það eyðileggst), salti, nýmöluðum pipar og poultry seasoning. Svín og kjúklingur eiga það sameiginlegt að passa mjög vel við Salvíu og tja flest krydd sem passa með kjúkling passa með svíni(ljóst kjöt).
Risotto Milanese er risotto kryddað með saffrani. Þá er gert venjulegt risotto og svo er klípu af saffrani bætt saman við í endann.
Ég setti 1 kubb af kjúklingakrafti og 1/2 af grænmetiskrafti í 1 ltr af vatni og fannst mér það koma miklu betur út en bara kjúklingakrafturinn, gæðin í þessu eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en þetta er það ódýrasta og því er það keypt, ótækt að vera alltaf að henda í kjúklingasoð!
Ég bragðbætti einnig með afganginum af Stroganoff sósunni og það gerði sko gæfumuninn!
Lostæti!
Í kvöld verður það svo steikt eggjahrísgrjón með svínakjöti. Þá tek ég afganginn af risottoinu hendi því á pönnu, sker kjötið í bita og hendi saman við og svo eins og einu, tveimur eggjum og steiki, ekki slæmir afgangar það!
Friday, March 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment