Monday, March 16, 2009

Matseðill fyrir vikuna 16.03-20.03.

Þá er mars hálfnaður og það styttist óðum í utanlandsferð til matarlandsins mikla og ég get ekki beðið eftir því að sitja í leti með fullan munninn af unaðslegum osti!
Ég er þó enn hér á fróni með hugan í bleyti yfir matseðli vikunnar. Kvöldið verður lítilfjörlegt þar sem Hekla fékk grjónagraut og lifrarpylsu hjá ömmu sinni og situr nú sæl og södd og leikur sér og eiginmaðurinn er í fótbolta, þá er það bara samloka handa mér, engar gloríur þar. Vikan er þó framundan og ekki er hægt að bjóða heimilisfólkinu upp á samlokur endalaust, við þurfum næringu. Ég var að blaða í gegnum uppáhaldsuppskriftabókina mína þessa dagana og er núna með svo yfirfullan heilan af hugmyndum að það er frekar erfitt að beisla þetta og komast að niðurstöðu með einn rétt í einu, mig langar í allt! Græðgin er alveg að taka yfirhöndina en ég mun berjast og sigra á endanum að vanda. Ég er eiginlega alveg viss um að gúllaskjöt sé mjög ódýrt og tel það ágætan kost að búa til stroganoff úr því, en athugið að sjóða vel kjötið og ekki bjóða upp á hann án þess að hafa smakkað einn bitann og ef hann er ekki seigur er rétturinn tilbúinn. Það hefur viðgengst hér á Íslandi allt of lengi að fólk er að flýta sér of mikið og lætur kjötið ekki sjóða nægilega lengi og þá er allt saman svo ólseigt að varla er hægt að borða það, ekki er það mjög spennandi fyrir litlar, nýjar tennur. Matarmikil salöt koma sterk inn þessa vikuna og ætla ég að prófa eitthvað nýtt á þeim vettvangi, svo er spurning um fiskrétt.
Best að ljúka þessu með matseðlinum sjálfum.

Þriðjudagur
Ballettsýning hjá Heklu, þannig að það verður lítið um eldamennsku

Miðvikudagur
Salade Nicoise

Fimmtudagur
Svínahnakkar með frönsku kartöflusalati með beikoni

Föstudagur
Nautakjöts eða svínakjötsstroganoff(fer eftir hvort ég finn í búðinni og hvort er ódýrara)

3 comments:

Anonymous said...

hvað í fokkinum er salade nicosie??

Anonymous said...

Værirðu til í að setja inn góða uppskrift að stroganoffi?

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Ekki málið!! útskýring á salatinu kemur núna