Saturday, March 7, 2009

Spaghetti með kjötbollum

Ég var frekar súr í gærkvöldi þannig að eiginmaðurinn var svo indæll að taka að sér eldamennskuna. Við vorum búin að taka út kjöthakkið fyrir réttinn svo að það var ekki hægt að snúa frá settum plönum, þó hann hefði feginn viljað panta eldsmiðjupizzu sérstaklega þar sem við vorum ekki komin heim fyrr en um klukkan 19:00 um kvöldið. En hann tók sig saman og eldaði beint upp úr Silfurskeiðinni dýrindis spaghetti með kjötbollum(reyndar í bókinni er það Rigatoni með kjötbollum). Ég var svo stolt af honum og bókinni að sjálfsögðu!
En þar sem uppskriftin er úr bók, væri ekki gott af mér að setja hana hér inn, þannig að endilega kaupið bókina og eldið upp úr henni, ég mæli eindregið með henni!

No comments: