Monday, March 30, 2009
Ennþá ,,skyndibita"vika
Þetta hefur gengið vonum framar að finna eitthvað í skápunum hjá mér, nema á laugardaginn eldaði maðurinn minn fyrir mig og þá var spreðað 3000 kall í kvöldmatinn. Það voru lambafille með ekta Bernaise sósu, bökuðum kartöflum, léttsteiktum sykurbaunum og smjörsteiktum gulrótum. Hann stóð sig alveg rosalega vel. Ég held reyndar að við munum grilla lambafille-ið næst, íbúðin lyktar enn eins og lambafita. Í gærkvöldi var okkur svo boðið í mat, mjög hentugt, og í kvöld verða samlokur og ég býst við að það verði eitthvað mjög beisik en aldrei að vita hvort maður finni eitthvað innst í ísskápnum sem gæti verið lostæti á ósköp venjulega samloku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment