Ég vaknaði í morgun með óstjórnlega mikla löngun í amerískar pönnukökur og einfaldlega varð að láta verða af því. Ég gerði líka eggjahræru með sem heppnaðist svo vel að ég ætla að skrifa hér niður uppskriftina, líka svo ég muni hana næst þegar ég geri þetta. Ég fjárfesti í gær í maple sýrópi sem er gjörsamlega ómótstæðilegt, það heitir Spring Tree pure maple syrup, það kostar sitt og passar kannski ekki alveg við tilgang þessarar síðu, þ.e. að vera með ódýra og góða rétti en ég bara varð að fá þetta, það er unaðslegt!
Pönnukökuuppskrift frá Vox mun fylgja aukablaði Fréttablaðsins næsta laugardag og mæli ég með henni en hér er uppskriftin af eggjahrærunni.
Unaðsleg eggjahræra
f/2
4 egg
50 ml mjólk(ég notaði léttmjólk)
1 tsk sojasósa
1 tsk óregano
1/2 tsk poultry seasoning
5 ostsneiðar
salt og pipar
smá smjörklípa til að steikja upp úr
Aðferð:
1. Hrærið öllu vel saman og steikið við meðalhita í smá smjöri og enn minni olíu, hrærið vel í en varlega þar til eggin eru örlítið þurr á að líta og ekki slepjuleg.
Berið fram með stökksteiktu beikoni(sem ég grilla alltaf í ofninum) og amerískum pönnukökum smurðum með smjöri og hellið nóg af sýrópi yfir. Mmmm.... mig langar í svona aftur í kvöld!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment