Saturday, March 21, 2009

Nokkurs konar Stroganoff

Ég var búin að setja hér inn heillanga lýsingu á Stroganoffi sem svo datt öll út þar sem tölvan varð batteríslaus, en þá er ekkert annað að gera en að setja þetta aftur inn.
Ég var búin að ákveða að fara eftir uppsrift að þessum fræga rétti en svo kom í ljós að ég átti ansi lítið til af hráefninu í skápnum, þannig að úr varð nokkurs konar stroganoff.
Strangt tiltekið er stroganoff búið til úr kjötstrimlum/teningum, sveppum, sýrðum rjóma, tómötum og niðursoðnu kjötsoði, en ég átti ansi lítið til af þessu og þurfti ég að nota það sem var til þannig að mín útgáfa varð eftirfarandi:

Nokkurs konar Stroganoff
f/4
2 bakkar svínagúllas eða nautagúllas
3 gulrætur, skornar í bita
3 sellerístönglar, skornir í jafnstóra bita
1 laukur, sneiddur
3 skallottulaukar, sneiddir
10 timíangreinar
steinseljustilkar ef þeir eru til
3 tómatar skornir í báta
2 tsk tómatpúrra
2 kjötkraftsteningar
2 msk balsamic edik
150 ml hvítvín, rauðvín væri betra en ég átti það ekki til
vatn
2 tsk dijon sinnep
Smjörklípur
Hveiti til að velta uppúr
salt og pipar

Aðferð:
1. Skerið græmetið fyrir utan tómatana og steikið þar til brúnast.
2. Hellið hveiti í poka ásamt salti og pipar(paprikudufti ef vill) og hristið allt til og frá og hyljið kjötið alveg, takið það svo upp úr og hristið aukahveiti af. Steikið þar til brúnast.
3. Setjið svo allt í djúpan pott saman og hellið ediki og víni yfir og sjóðið aðeins niður. Hellið þá vatni yfir þannig að hylji kjötið og bætið restinni af hráefninu saman við og sjóðið í ca klukkutíma. Þegar þið hafið soðið þetta í klukkutíma þarf að taka einn bita og athuga hvort hann sé meyr, ef hann er það má sigta soðið frá og sjóða niður á meðan kartöflur eru soðnar og búin er til kartöflumús. Ef kjötið er ekki tilbúið þarf að sjóða enn lengur.
4. Þegar músin er tilbúin ætti sósan að vera búin að þykkjast örlítið og vera orðin bragðmikil og góð, þá er kjötinu bætt útí sósuna(eða öfugt) og kjötið hitað upp aftur í nokkrar mínútur.

Ath. það er mjög mikilvægt þegar keypt er svína-eða nautagúllas tilbúið í bökkum þarf að hafa í huga að þetta er skorið af seigum vöðva dýrsins og þarf að elda það hægt og í langan tíma, annars verður það alltaf seigt.

2 comments:

Anonymous said...

hahaha... en á gríns, prófuðum stroganoffið í gær og vá hvað það var gott! Mæli eindregið með þessum rétt og héðan í frá verður aldrei aftur íslenskt gúllas only very russian stroganoff yesss...

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

kúl!!!