Sunday, March 30, 2008

Ítalía í hnotskurn

Ég fór í heimsókn til ítalskrar fjölskyldu umj páskana og þar var mikið eldað,borðað og drukkið eins og Ítölum hæfir. Ég eyddi 3 dögum við Gardavatn í algeru matardekri. Við elduðum saman kiðlinga,mjólkurlömb,ætiþistla að hætti Rómverja,Spiedo(kjöt og kartöflur á spjóti, líklegast það besta sem til er í þessum heimi), La colomba, sem er páskakakan þeirra en hún er mjög svipuð Panettone nema lægri og löguð í krossfisk. Ég varð að koma með eitthvað smá frá mér og leyfði þeim að smakka s úkkulaðikökuna sem var í brúðkaupinu mínu, hún heitir Hindberja og möndlu súkkulaðikaka og er með þeim betri sem ég hef smakkað.
Ég lærði að einfaldleiki er í hávegum hafður í Ítalskri matreiðslu, þeir stilla öllu kryddi og eldun í hóf og halda þannig einstöku bragði hráefnisins sem notað er. Við Íslendingar getum lært mikið af Ítölunum í þessu og ættum að hætta að krydda allt eins mikið og við getum. Enda þykir okkur alltaf jafn unaðsleg tómatsósan hér á Ítalíu og pizzurnar, ástæðan; jú tómatsósan er nánast ekkert krydduð, tómatbragðinu er leyft að halda sér óbreytt. Lykilatriði er þó að nota eðalhráefni, til dæmis verður maður að nota mjög góða extra virgin ólífuolíu í allar ítalskar uppskriftir. Eitt atriði sem gott er að hafa í huga þegar valin er ólífuolía í búðinni og það er að ólífuolían missir lit við ljós, þannig að þær olíur sem eru í glærum glerflöskum eru í flestum tilfellum lélegri heldur en hinar þar sem í glæru glerflöskuolíuna er bætt litarefni til að halda olíunni grænni undir sterkum súpermarkaðsljósunum.
Ég verð líka að segja ykkur frá því að ég keypti búnt af Salvíu,Rósmarín og Timjan fyrir u.þ.b. 3 vikum og það er ennþá nothæft inni í ísskáp.. Leyndarmálið; jú það er að setja blauta pappírsþurrku í botninn á tupperware(IKEA eða það sem er til af lofttæmdum umbúðum) setja kryddjurtirnar ofan á og svo aftur hylja þær með blautri pappírsþurrku, loka og halda innst í ísskápnum(hluti má snerta vegginn á ísskápnum þannig að það frýs aðeins, bara betra). Á þennan hátt getið þið notað lítið af hverri jurt í hvert skipti sem þið eldið og þurfið ekki að hafa neitt samviskubit yfir kostnaðinum...... manni finnst jú blóðugt að borga morðfjár fyrir salvíubúnt og nota ekki nema 2-3 blöð í uppskriftina......
Ég set hér inn video af því þegar við fórum í heimsókn til konunnar sem hefur alltaf gert Spiedo fyrir fjölskylduna og þá er ég að tala um í 60 ár. Það er einfalt sem hún er að gera en tekur smá þolinmæði og jú sérstök tæki en mér fannst þetta bara svo áhugavert og skemmtilegt að sjá og mér datt í hug að sýna ykkur það líka. Það sem er á spjótunum er: kartöflur,kið,kanína,svínakjöt og kjúklingur og á milli setur hún salvíblöð. Þetta er svo látið snúast í ofninum í 2-4 tíma fer eftir stærð spjótsins og reglulega er helltblöndu af smjöri,olíu og salti, yfir spjótin og það sem rennur af þeim er svo hellt yfir þau aftur.

2 comments:

Anonymous said...

Skemmtilegur fróðleikur!!

Er dónalegt að biðja um upsskriftina af kökunni sem var í brúðkaupinu ykkar?

Luv,
kaninn

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

alls ekki ég þarf bara að fá leyfi fyrir því;)