Wednesday, March 19, 2008

Jarðaberja coulis

Þessa sósu er í rauninni hægt að nota með hvaða eftirrétt sem er. Þetta er sósa sem er iðulega notuð á veitingahúsum. Ég set þetta í sér færslu til þess að hægt verði að nálgast þetta auðveldlega í archives seinna meir. Hægt er að sleppa rjómanum ef þetta er notað sem sósa með öðrum eftirréttum.

250 gr jarðaber, vel þroskuð
1 msk sykur
sítrónusafi, smá skvetta
2 msk ekta rjómi

1. Hakkið jarðaberin í mauk og bætið sykrinum saman við, smátt og smátt í einu og passið að smakka og hafa sósuna eins sæta og þið viljið hafa hana. Bætið þá sítrónusafanum saman við ásamt rjómanum.

Rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram er sósan sett í miðju hvers disks og jarðaberjum raðað fallega ofan á. Best væri að vera með villt jarðaber til skreytingar en það er hins vegar mjög erfitt að ná í þau. Berið fram með jarðaberjaís eða sætum þeyttum rjóma.

Ástæðan fyrir sítrónusafanum er sú að sýran í honum dregur fram hið náttúrulega jarðaberjabragð þannig að það verður sterkara í sósunni.

No comments: