Monday, March 10, 2008

Spaghetti með beikoni og salvíu, borið fram með ofnbökuðu brokkólí og írsku sóda brauði


Ég gerði þennan rétt með heimatilbúnu spaghettíi og það var ljúffengt, vægast sagt. Við borðuðum þetta sem sunnudagsmat og það var ekkert til í ískápnum hjá mér, en úr engu varð þessi unaður, já það er rétt sem þeir segja að neyðin kennir naktri konu að spinna.

Spaghetti með beikoni og salvíu
f/4

150 gr beikon, skorið í bita
2 skallottlaukar
2 msk söxuð salvía, fersk
50 ml ólífuolía, extra virgin
2 msk smjör
parmesan
1 hvítlauksrif

1. Hitið olíuna og smjörið, steikið laukinn og beikonið þar til það byrjar að taka örlítinn lit, bætið þá salvíunni saman við og steikið þar til beikonið er alveg steikt og fallega gullinbrúnt, bætið þá hvítlauknum saman við og hitið.
2. Á meðan sjóðið spaghettiið.
3. Berið fram: þá er spagetthi sett á diska og beikon sósunni hellt yfir og parmesan osti stráð yfir. Setjið einnig brokkólí og brauðsneið með smjöri á hvern disk.

2 comments:

Anonymous said...

Úffff þú ert að bjarga eldhúslífinu mínu!!!! Gerði Spaghetti pomodoro í kvöld. Bara einfalt og hrikalega gott. Notaði heilhveitispaghetti svo þetta varð ennþá hollara ;)

Aftur Lasagna á morgun, hin spaghettirétturinn á fimmtudag og grillkjúkl. á föstudag, jæja þá vita bloggaðdáendur þínir matseðilinn hjá mér....eins og þeim hafi langað að vita hann...döööhhh. Allavega ekkert af uppskriftum þínum hefur klikkað hjá mér hingað til. Held áfram að stalka þig og notfæra mér snilld þína í pottagöldrum og láta vita hvað mér finnst;)
Þú ert bara best!!!

Bestu kveðjur til kallsins.

RS

cockurinn said...

innilegar þakkir;)