Wednesday, March 19, 2008

Macaroni & cheese


Eftir að ég hafði eytt deginum í að dunda mér með jarðaberin var komið að kvöldverðinum og fjölskyldan orðin glorsoltin. Ég kíkti í ísskápinn og viti menn, ekkert til. Ég átti ost,rjóma(afganga frá jarðaberjaeftirréttinum),tagliatelle og prociutto. Ég ákvað því að henda í mac & cheese nema bara með tagliatelle, maður verður jú að nýta það sem maður hefur. Úr varð þessi líka gómsæti réttur, unaðslega rjómakenndur.

Macaroni & Cheese

225 gr macaroni eða tagliatelle
300 ml rifinn ostur, það má vera mozzarella,gouda,skólaostur bara það sem til er í ísskápnum
200 ml rjómi
200 ml nýmjólk(ég notaði léttmjólk þar sem ég átti ekki nýmjólk og það var mjög gott)
85 gr prociutto, alveg hægt að nota beikon en þá myndi ég setja minna af því, skorið í litla bita
3 msk parmesan, rifinn
örlítið múskat, ferskt

1. Sjóðið pastað. Á meðan blandið öllum hráefnunum nema parmesanostinum saman í skál. Þegar spaghetti-ið er tilbúið er því blandað saman við rjómablandið og hrært vel saman.
2. Hitið ofinn í 190°C. Setjið spaghetti-ið í eldfast mót og dreifið rifna parmesanostinum (má einnig vera smá af rifnum osti)yfir og bakið þar til osturinn er orðinn fallega gullinbrúnn,ca 20 mínútur.

4 comments:

Anonymous said...

Ég verð að prófa þetta fyrir guttana mína. Finnst instant týpan frá Kraft ekki nógu girnileg. Þeir elska Mac and cheese...litlu kanarnir mínir ;)

Skutlan

p.s. Beikonpastað var líka æði, slef,slef eins og allt hitt.

cockurinn said...

mmm.... takktakk. Ég stóð mig að því að bíða eftir kommenti frá þér, þar sem aðrir kommenta ekkert;)
Alltaf gaman að heyra frá skutlunni.

Anonymous said...

Bara láta þig vita (og alla aðdáendur þínu sem þora ekki að commenta) að makkarónurnar eru geðveikar. Fyrir það fyrsta borða ég ekki macaroni & cheese, kanatröllið kallinn minn er alinn upp á mac&cheese (heimatilbúnu) og synir mínir elska þetta og vilja eingöngu þennan rétt á veitingastöðum (af því að mamman hefur aldrei eldað þetta sjálf). Í gærkvöldi eldaði ég réttinn þinn handa ÞEIM. Til að stytta þessa annars löngu sögu þá var rifist um réttinn, börnin brjáluð af því að mamman borðaði svo mikið og þeir vildu fá afganginn með sér í skólann. Pabbinn þurfti að viðurkenna að þetta væri bestu makkarónurnar sem hann hefði nokkurn tíman smakkað....meiraðsegja betri en hjá ömmu sinni og mömmu. Semsagt ummað, slefað, stunið við matarborðið í gær, yfir makkarónum í ostasósu!!!
Takk kærlega fyrir þessa uppskrift (og allar hinar).

Ást,
Skutlan

cockurinn said...

hahaha, frábært!!!