Monday, March 10, 2008

Írskt sóda brauð

Þar sem þessi síða er aðeins blogg síða en ekki almennileg uppskriftasíða þar sem hægt er að leita auðveldlega að uppskriftum mun ég setja þessar uppskriftir allar sér, þá er allavegana hægt að sjá í archives það sem maður er að leita að. Hér er eitt auðveldasta og fljótlegasta brauð sem ég hef nokkurn tíma búið til og það er gerlaust.

4 bollar hveiti
1 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 msk sykur
1 3/4 bolli undanrenna, vel hrist(ég notaði léttmjólk og það var alveg í lagi)
1 msk bráðið smjör

1. Blandið þurrefnunum saman og bætið svo mjólkinni saman við, passið að setja ekki alla mjólkin strax heldur lítið í einu til að sjá hversu mikla mjólk þarf að nota. Hnoðið í fallegt deig og skiptið í tvær kúlur og setjið á smurt og hveiti stráðan bökunarpappír.
2. Skerið kross í kúlurnar og smyrjið með smörinu.
3. Bakið í ofni við 190°C í 30-40 mínútur.

No comments: