Monday, March 10, 2008

Grillaður kjúklingur par excellance



Ég fékk alveg svakalega löngun í grillaðan kjúkling um daginn en ekki bara einhvern venulegan, ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en þó ekki flækja hlutina um of. Grillaður kjúklingur er ekki bara grillaður kjúklingur sjáiði til. Hér á Ítalíu getur maður fengið besta grillaða kjúkling sem til er, en við höfum einnig lent í að fá hann alveg svakalega vondan. Þannig að ég er að þróa minn eigin, sem á eftir að verða eftir nokkur ár af alls konar prufum, svakalega góður og ég er komin á rétta braut núna það er á hreinu því þessi var geggjaður. Berið þetta fram með engu öðru en frönskum kartöflum og kokteilsósu.

Grillaður kjúklingur
f/4

1 stór kjúklingur (800-1000 gr)
grillkrydd
hvítlaukur
smjörklípa
extra virgin ólífuolía
salt og pipar
1 grein rósmarín, fersk
4 laufblöð salvía, fersk
1/2 flaska bjór

1. Setjið kjúklinginn í stóran pott ætlaðan fyrir ofn.
2. Setjið klípu af smjöri innundir skinnið, klípu fyrir hvern vöðva
3. Kreistið hvítlaukinn og hellið olíu yfir kjúklinginn og í botninn á pottinum, takið svo hvítlaukinn og strjúkið kjúklinginn allan með hvítlauknum og passið að hann dreifist vel á hann allan. Saltið allan kjúklinginn og piprið og þekjið svo með grillkryddi. Setjið svo rósmarínið og salvíuna í botinn á pottinum ásamt brjórnum.
4. Bakið í ofni við 200°C, fyrstu 10 mínúturnar með loki og svo í 30-40 mínútur án loksins.

Berið fram með frönskum kartöflum og kokteilsósu

Aths. ég bæti smá sojasósu útí kokteilsósuna, það gerir hana extra góða.

No comments: