Monday, March 10, 2008

Spaghetti pomodoro


Þetta er mesti klassíker hér á Ítalíu. Þetta er hægt að fá á hverju einasta veitingahúsi, meira að segja á michelinstaðnum sem ég var að vinna á. Þetta er gert á hverju einasta heimili og hver og einn er með sína eigin útgáfu. Þetta er uppáhaldsmaturinn hennar Heklu og ef hún fengi að ráða myndi hún ekki borða neitt annað. Ég verð líka að viðurkenna að þetta er alveg svakalega gott, manni einhvern veginn hlýnar öllum að innan og minnist góðra tíma þegar maður var í fríi við Gardavatn með mömmu og pabba. Hér er mín útgáfa af þessum rétti og var þetta svo gott að við Hekla sleiktum pottinn að innan með nýbökuðu ekta ítölsku brauði.

Spaghetti pomodoro
f/4

1/2 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
200 ml extra virgin ólífuolía, helst eðal
50 ml hvítvín
1 þunn sneið beikon, saxað
1 dós niðursoðnir tómatar, heilir eða í bitum
basilika, má sleppa
þurrkað óreganó, má sleppa
1 tsk rósmarín, ferskt
2 lauf salvía, fersk
1 kjúklingakraftsteningur
2 tsk balsamic edik
50 ml vatn

spaghetti, miðað við 80 gr af þurru spaghetti á mann, 70 fyrir krakka og 90 fyrir þá sem borða mikið.

1.Hellið olíunni í meðal stóran pott og hitið við meðal-háan hita, bætið þá lauknum og beikoninu saman við og mýkjið vel en passið að það fái ekki á sig lit.
2.Hellið þá víninu og edikinu útí og látið krauma aðeins og bætið þá kryddinu saman við og látið þetta krauma í 2 mínútur.
3.Bætið þá tómatsósunni saman við(ef þið notið heila tómata úr dós mæi ég með því að skera þá í bita áður en þeim er hellt útí) ásamt kraftinum og vatninu(ég helli yfirleitt smá vatni í dósina til að hreinsa alla tómatsósu úr og helli því vatni í sósuna). Lækkið hitann í lægsta og látið sjóða varlega í 30 mínútur, eða því lengur sem þið nennið,eða hafið tíma til að láta sjóða því betri verður sósan.
Þegar sósan er búin að sjóða vel og lengi er hún bragðbætt með salti og pipar.

Sjóðið speghetti-ið eins og stendur á pakkanum.

Berið fram með nýju brauði.

No comments: