Monday, March 10, 2008

Bakað brokkólí með parmesanosti

Brokkolí er grænmeti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur, það er sagt geta varnað krabbameini og jú vera bara allra meina bót. Það er líka mjög ljúffengt. Osturinn sem ég ríf yfir er parmesan en það má svo sem nota hvaða ost sem er og þá sérstaklega ef börnin eiga að hakka þetta í sig eins og Hekla gerir, er gott að miða við ost sem þeim þykir góður.

1 haus brokkólí, skorin í lítil blóm
rifinn parmesan ostur
extra virgin ólífuolía
salt

1.Setjið brokkólíið í eldfast mót og veltið vel upp úr olíu, stráið ostinum yfir og bakið í 20-30 mínútur við 190°C

Þetta er frábært meðlæti með hverju sem er en þá sérstaklega pasta eða hvítum fisk

1 comment:

Anonymous said...

Algjör snilld þessi verkun á brokkolíinu... féll í góðan farveg hjá hele familien :) Takk fyrir okkur. Tobba frænka