Monday, March 10, 2008

Villisvepparisotto


Risotto er alveg sérstaklega einfalt að laga en af einhverjum ástæðum var ég smeyk við að prófa það í mörg ár. En þar sem maður býr í landi risotto þá kemst maður ekki hjá því að búa þetta til og það mjög oft og ég skil ekki hvers vegna ég var smeyk við þetta, þetta er alveg ótrúlega auðvelt.
Risotto er ódýr og þægilegur matur sem hentar mjög vel á köldum vetrardegi.
Þar sem ég geri þetta svo oft fer ég aldrei eftir uppskrift og hef í rauninni ekki hugmynd um hlutföllin í þessu, ég bara helli eitthvað af grjónum og er svo með 1 ltr af soði við hliðina og smakka svo til í endann. En ég fann út svona nokkurn veginn hlutföll fyri þá sem eru að byrja í þessu, en það er samt alltaf mikilvægt að smakka svona í endan þar sem grjónin eru mjög misjöfn. T.d. smakkaði ég risottogrjón í fyrra í litlum bæ uppi í fjöllum sem heitir Scopello og þetta eru bestu grjón sem ég hef nokkurn tímann smakkað.

Villisvepparisotto
F/4-6
2 msk ólífuolía
20 smjör(eða sleppa smjöri og setja meiri olíu)
1 skallottlaukur(má líka vera venjulegur, þá bara hálfur, lítill), saxaður
350 gr risottohrísgrjón
1,2 ltr kjúklingasoð (teningar +vatn)
hnefafylli af þurrkuðum villisveppum
50 ml sherry
100 ml hvítvín
50 gr parmesanostur+meira til að strá yfir við borðið
salt og pipar

1. Setjið sveppina í skál og hellið sherry-inu yfir og látið mýkjast í 15 mínútur,
2. Á meðan látið suðuna koma upp í soðinu og haldið því við suðupunkt.
3. Hitið olíuna í meðalstórum potti við meðal-háan hita, bætið lauknum útí og léttsteikjið í 2-3 mínútur, bætið þá hrísgrjónunum útí og látið hitna vel í 2-3 mínútur til viðbótar, hellið þá hvítvíninu saman við(víninu má sleppa) og látið sjóða niður í 2-3 mínútur. Hellið þá einni sleif af soði yfir og látið grjónin sjúga í sig vökvann, þegar vökvinn er næstum þrotinn er annarri ausu af soði ausið yfir og svo þannig koll af kolli þar til grjónin eru orðin mjúk og rjómakennd þá byrjið þið að smakka þau til og sjá hvað þarf mikið vatn til viðbótar. Þegar grjónin eru orðin "al dente" er 0 gr af rifnum parmesan osti bætt útí ásamt örlítilli klípu af smjöri. Sveppirnir eru saxaðir og settir útí. Þetta er svo látið blandast saman í 2-3 mínútur, hrærið í á meðan. þið ráðið hvort þið setjið vökvann af sveppunum með eða ekki, ég geri það stundum en stundum gleymi ég því og rétturinn er alltaf jafn góður, kannski örlítið betri ef bragðbættur með smá af vökvanum og salti og pipar.
Berið fram með nýju brauði.

No comments: