Wednesday, March 19, 2008

Jarðaberja ,,shortcakes" með jarðaberja coulis og jarðaberjaís







Athugið: ef þið klikkið á myndina getið þið séð hana stærri.


Shortcakes

4 stórar eggjarauður
120 gr sykur
120 gr ósaltað smjör, mjúkt
170 gr hveiti, plús extra til að rúlla út deigið
1 1/2 tsk lyftiduft

1. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn þar til það verður þykkt og mjúkt, bætið þá smjörinu smátt og smátt saman við. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman og bætið saman við eggjablönduna. Hnoðið létt þar til það myndar mjúkt deig. Setjið þá inní plastfilmu og kælið í 30 mínútur.
2. Dreifið létt hveiti yfir svæðið sem þið getið rúllað út deiginu. Rúllið því út í ca.5 mm. Skerið þá út 6 diska sem eru ca.12 cm að stærð. Færið diskana á bökunarpappír og stingið létt með gaffli. Myndið smá holu í miðjuna á hverjum disk og myndið smá brún. Kælið í 30 mínútur. Passið að þegar þið eruð að rúlla út deigið að það verði ekki of heitt, þá bráðnar smjörið of mikið og kökurnar lyfta sér ekki nægilega mikið.
3. Hitið ofninn í 150°C. Dreifið smá sykri yfir diskana og bakið í 12 mínútur eða þar til þeir eru gullnir á litinn. Takið út úr ofninum og látið sitja í 1 mínútu takið þá af plötunni og látið kólna alveg á grind.

No comments: