Tuesday, March 18, 2008

Smá mistök

Já þarna fór inn blogg sem átti að fara á hina bloggsíðuna mína, biðst velvirðingar á þessu.
Hins vegar mun verða lítið um matarblogg þessa vikuna þar sem eiginmaðurinn minn hefur breytt eldhúsinu mínu í arkitektastúdíó með módelgerðardóti úti um allt.
Hins vegar verður næsta vika sérstaklega spennandi þar sem ég mun fara í smá ferðalag un helgina og mun þar með safna að mér alls kyns fróðleik um ítalska matreiðslu. Ég verð í litlum fjallabæ og mun reyna að komast að einhverjum leyndarmálum þar og svo þaðan mun ég fara að Gardavatni og þar verðum við með ítalskri fjölskyldu og að sjálfsögðu verður tímanum eytt í eldhúsinu. Ég ætla mér að læra af þeim hvernig ekta páskamatur er gerður að þeirra hætti. Ég hef eytt síðustu 2 páskum þarna í vellystingum og í þetta skiptið mun ég komast að öllum þeirra leyndarmálum og reyni að láta sem flestar myndir fylgja.
Á morgun set ég inn uppskrift af unaðslegum jarðaberjaeftirrétt, þar sem ég þurfti jú að nýta kílóið af jarðaberjunum sem ég fékk á markaðnum um daginn, og ekta ,,Mac & cheese" french style.

No comments: