Tuesday, November 24, 2009

Hið fullkomna súkkulaðimuffins

Loksins loksins hef ég fundið það sem ég hef verið að leita að. Ég er búin að prófa um 5 uppskriftir af súkkulaðimuffins í þessari leit minni að mjúkri, fullri af súkkulaðibragði unaðslegri muffins og hér er hún. Ég fékk hana á amerískum uppskriftavef svo að hún er alveg ekta amerísk en viðurkenni þá að hún kemur ekki frá mér persónulega.

Súkkulaðimuffins
12 stórar muffins/ fleiri í pappírsformunum

85 gr 70% súkkulaði, saxað gróft
285 gr 56% súkkulaði, gróft saxað eða súkkulaðidropar
200 ml hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk vanilla
135 ml súrmjólk(má líka vera mjólk en ég mæli frekar með súrmjólkinni)
100 ml smjör,mjúkt
200 ml ljós púðursykur
2 stór egg

Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180°C
2. Bræðið 70% súkkulaðið með 95 gr af 56% súkkulaðinu
3. Hrærið saman hveiti,matarsóda og salt
4. Hrærið saman súrmjólk og vanillu í annarri lítilli skál
5. Pískið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst og bætið svo eggjunum einu í einu og hrærið vel eftir hvert egg. Bætið þá brædda súkkulaðinu saman við.
Bætið þá súrmjólkurblöndunni og hveitiblöndunni saman við sitt á hvað og byrjið á hveitiblöndunni og endið á henni einnig. Hrærið þá varlega afgangnum af súkkulaðibitunum saman við.
6. Bakið í 22-25 mínútur eða þar til prjónn sem er stungið í miðju múffunnar kemur út hreinn. Athugið samt að í hverri múffu eru súkkulaðibitar þannig að ef það er súkkulaði á prjóninum gæti það verið eftir súkkulaði bita þannig að bara að það komi ekki hrátt deig á prjóninn þá er það tilbúið.

1 comment:

Anonymous said...

sæl Sigrún. Ég hef haft ánægju af því að lesa og elda uppskriftir af blogginu þínu. afar ljúffengt. Ég hef einnig leitað lengi að hinu fullkomna muffins og ákvað að prófa þessa uppskrift. Hún er vissulega afar bragðgóð. En ég lendi alltaf í því þegar ég baka súkkulaðikökur að þær falla alltaf! nú passaði ég mig að þeyta egg og smjör og sykur vel og lengi, hræra öllu svo varlega saman. Deigið fór eins og toppar í formin, ekki of mikið af því og allt leit vel út ríflega hálfan bökunartímann. Og svo féllu muffinsin, án þess að ég hefði nokkuð opnað ofninn eða átt við þau. Getur þú komið með skotheld ráð við þessu fall-vandamáli?
Með bestu kveðju
Hrefna