Wednesday, November 18, 2009

Muffins með kaffinu

Ég bara get ekki hætt að baka eða hugsa um uppskriftir. Hvað er eiginlega að mér? Nú get ég t.d. ekki hætt að hugsa um hvernig best væri að betrumbæta þessa uppskrift þó svo að hún hafi slegið í gegn og hvort ekki sé hægt að setja eitthvað auðvelt krem ofan á. Nú styttist óðum í afmæli Heklu og ég hugsa um ekkert annað en margra hæða kökur og endalaust mjúkar og örlítið blautar súkkulaði muffins og ætli það verði ekki bráðum piparkökur eða piparkökuhús, það væri nú gaman að gera það aftur. Hef ekki gert svoleiðis síðan ég var krakki en fannst það mjög skemmtilegt. Ég er reyndar farin að gæla við tilhugsunina að búa til konfekt og það ekki með marsipani þar sem ég þoli það ekki, eitt af fáum hlutum sem ég get ekki enn borðað, það kemur kannski með aldrinum, aldrei að vita. En uppskriftin að þessu er í rauninni gulrótarökuuppskriftin bara aðeins breytt, það er eiginlega ekki hægt að segja að þetta sé súkkulaði muffins því það er ekki nægilega mikið af súkkulaði í henni en hún er ansi góð með kaffinu þessi.

muffins með kaffinu
ca 15 muffins(fer eftir hvort þið notið litlu pappírsformin eða stærri sílíkonformin)

400 ml hveiti
2 tsk lyftiduft
1,5 tsk matarsódi
1 tsk kanill
4 tsk kakó
400 ml sykur
300 ml matarolía
4 egg
1,5 appelsína(má sleppa) kemur með skemmtilega tilbreytingu
150 gr súkkulaði
200 ml Cranola cereal
50 ml mjólk
Ég setti líka 3 tsk af fljótandi karamellu sem ég átti inni í ísskáp frá síðustu kökutilraun en það má alveg sleppa því

Aðferð:
1.Hitið ofninn í 180°C
2.Blandið saman sykri,lyftidufti,matarsóda,hveiti,kanil,kakó,matarolíu og eggjum.
3.Hakkið saman í hakkavél, múlínex Cranólainu og súkkulaðinu þar til það er mjög fínt hakkað. og skerið appelsínuna í bita og bætið útí ásamt safanum úr appelsínunni og mjólkinni.
4. Setjið blönduna í muffinsformin og fyllið 3/4 af hverju formi.
5. Bakið í 18-20 mínútur, styttra ef þið notið litlu pappírsmuffins formin. Tékkið á þeim með prjóni og stingið í miðjuna og ef prjónninn kemur hreinn út er muffinsið tilbúið.

No comments: