Það var hádegi og mig langaði ekki enn eina ferðina í brauðmeti í hádegismatinn og ég var farin að sakna súpunnar sem ég fékk alltaf í vinnunni. Ég ákvað því að búa mér til grænmetissúpu sem heppnaðist svona líka ljómandi vel og ekki er hægt að segja að hún hafi verið mjög dýr, sitt lítið af hverju er í henni og afgangana ætla ég svo að brassera á föstudaginn og þá ætla ég að prófa að brassera í bjór, mmm spennandi.
Uppskriftin er fyrir fáa þar sem ég var bara að búa til handa sjálfri mér í þetta skiptið. Ég get svarið það að það tók mig styttri tíma að búa þetta til heldur en það tók eiginmanninn að búa sér til samloku í ofni með steiktu eggi(hmmm hvor okkar ætli fengi kransæðastíflu á undan???)
Gulrótar-og steinseljurótarsúpa með engifer
f/2
1/2 stór gulrót
1 lítil steinseljurót
1/2 lítill laukur
1 stilkur af sellerí(fannst of dýrt að kaupa sellerírót)
1 hvítlauksrif
1 cm engifer
1/2 teningur grænmetiskraftur
50 ml hvítvín(má sleppa)
1 tsk mangóbalsamik edik(má vera hvaða ljósa edik sem er epla,hvítvíns, kampavíns hvað sem er)
útaf því hversu saltur krafturinn er þá saltaði ég ekki í þetta skiptið
1/2 tsk smjör
1 msk olía(má vera hvaða sem er, ég notaði Isio4)
Aðferð:
1. Bræðið smjörið og olíuna saman í litlum djúpum potti.
2. Þegar smjörið byrjar að freyta er grænmetið skorið útí í grófa bita. Aðeins hitað þar til laukurinn hefur mýkst aðeins þá er vatninu bætt saman við og suðan látin koma upp, teningnum bætt saman við og soðið við vægan hita í ca 10 mín(fer eftir stærð bitanna)eða þar til gulræturnar eru mjög meyrar.
3. Þá er allt maukað saman með töfrasprota eða í hakkavél, svo getið þið sigtað hana ef þið viljið(ég sleppti því í þetta skiptið og það kom ekki að sök). Ef þið eigið ekki hakkara af einhverju tagi er alveg hægt að skera grænmetið í litla bita og borða súpuna þegar grænmetið er meyrt án þess að mauka hana.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment